Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
banner
   sun 23. nóvember 2025 14:53
Brynjar Ingi Erluson
Flick: Við erum að vinna í því að framlengja við Garcia
Mynd: EPA
Hansi Flick, þjálfari Barcelona, segir félagið vinna hörðum höndum að því að framlengja samning spænska varnarmannsins Eric Garcia.

Garcia er 24 ára gamall miðvörður sem er uppalinn í Barcelona en fór í akademíu Manchester City árið 2017 og vann sig inn í aðalliðið áður en sneri aftur í Barcelona árið 2021.

Varnarmaðurinn hefur verið frábær með Börsungum á þessari leiktíð og segir Flick að nú sé unnið að því að framlengja samning hans.

„Við erum að vinna í því að framlengja við Eric Garcia. Við sjáum öll hvað Eric hefur bætt sig mikið og hvað hann er með mikið sjálfstraust. Hann er að spila ótrúlega vel.“

„Fyrir mig sem þjálfara er frábært að hafa leikmann eins og Eric, sem getur spilað á hæsta stigi í mörgum stöðum,“
sagði Flick.

Á þessu tímabili hefur Garcia spilað fjórar mismunandi stöður, en í 4-0 sigrinum á Athletic í gær lék hann sem varnarsinnaður miðjumaður. Hann hefur einnig verið að spila miðvörð, sem er hans náttúrulega staða, og í báðum bakvarðarstöðunum.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
2 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
11 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
12 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
13 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner
banner
banner