Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 20:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pogba klökkur eftir tveggja ára fjarveru - „Ógleymanlegt"
Mynd: Mónakó
Paul Pogba spilaði sinn fyrsta leik í rúmlega tvö ár þegar hann kom inn á sem varamaður í slæmu 4-1 tapi Mónakó gegn Rennes í frönsku deildinni í gær.

Hann var dæmdur í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en hann spilaði síðast með Juventus árið 2023. Hann samdi við Mónakó í sumar en meiðsli frestuðu endurkomunni á völlinn.

Pogba sendi stuðningsmönnum og öðrum sem hafa hjálpað honum í gegnum erfiða tíma, skilaboð á samfélagsmiðlum í dag.

„Gærkvöldið var ógleymanlegt. Að stíga aftur inn á völlinn eftir tveggja ára fjarveru þýddi meira fyrir mig en ég get lýst. Til aðdáendanna, takk fyrir kærleikann, orkuna og trúna," skrifaði Pogba.

„Til allra sem stóðu við bakið á mér, studdu mig og ýttu mér áfram í gegnum hverja einustu stund þessarar ferðar, ég er innilega þakklátur. Þessi frumraun var ekki bara mín, hún tilheyrði ykkur öllum sem hættuð aldrei að styðja mig.


Athugasemdir
banner
banner