Síðustu leikjum dagsins er lokið víða um Evrópu þar sem Oliver Stefánsson var í byrjunarliðinu hjá Tychy í næstefstu deild í Póllandi.
Oliver lék fyrstu 82 mínúturnar en skömmu eftir að hann fór af velli töpuðu liðsfélagar hans leiknum. Lokatölur 2-1 og er Tychy í fallbaráttu með 12 stig eftir 17 umferðir.
Brynjar Ingi Bjarnason var þá meiddur í tapi Greuther Fürth gegn Darmstadt í næstefstu deild í Þýskalandi. Greuther er í fallbaráttu með 13 stig eftir 13 umferðir.
Í hollenska boltanum var Kristian Nökkvi Hlynsson í leikbanni er Twente gerði þriðja jafnteflið í röð. Liðið er jafnt Sparta Rotterdam á stigum um miðja deild, með 17 stig eftir 13 umferðir.
Nökkvi Þeyr Þórisson var ónotaður varamaður í jafntefli hjá Sparta.
Patrik Sigurður Gunnarsson var að lokum ekki í hóp hjá KV Kortrijk sem lagði Lommel að velli í næstefstu deild í Belgíu.
S. Rzeszow 2 - 1 Tychy
Darmstadt 4 - 2 Greuther Furth
Volendam 1 - 1 Twente
Sparta Rotterdam 1 - 1 Sittard
Kortrijk 4 - 2 Lommel
Athugasemdir



