Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 17:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hálfleikur: Arsenal að fara illa með Tottenham
Mynd: EPA
Arsenal er með verðskuldaða forystu í Norður-Lundúnaslagnum þar sem Tottenham er í heimsókn á Emirates.

Arsenal er með mikla yfirburði en Tottenham hefur ekki komist nálægt David Raya.

Arsenal braut ísinn þegar Mikel Merino átti laglega sendingu yfir vörn Tottenham í hlaupaleiðina hjá Leandro Trossard sem skoraði.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eberechi Eze boltann inn á teignum og fór á milli tveggja varnarmanna Tottenham og skoraði með föstu skoti.

Sjáðu markið hjá Trossard
Sjáðu markið hjá Eze
Athugasemdir
banner