Austurríkismaðurinn Christian Fuchs er tekinn við enska D-deildarliðinu Newport County.
Fuchs er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í vinstri bakverðinum hjá Leicester City er liðið varð óvænt Englandsmeistari árið 2016 og bikarmeistari fimm árum síðar.
Fyrrum varnarmaðurinn lék einnig með Schalke og Bochum í Þýskalandi áður en hann fluttist til Bandaríkjanna.
Þar lék hann með Charlotte FC í MLS-deildinni áður en hann lagði skóna á hilluna og tók á við stöðu aðstoðarþjálfara. Hann keypti bandaríska félagið FSA Pro og reif fram skóna sama ár þar sem hann hjálpaði því í úrslitakeppninni.
Hann hefur nú verið ráðinn stjóri Newport County í ensku D-deildinni sem verður hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.
Newport County er í botnsæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir sextán leiki.
Athugasemdir


