Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 25. október 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þórir Jóhann tekinn af velli í hálfleik í tapi
Þórir Jóhann byrjaði hjá Lecce en var tekinn af velli í hálfleik
Þórir Jóhann byrjaði hjá Lecce en var tekinn af velli í hálfleik
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce töpuðu fyrir Udinese, 3-2, í Seríu A á Ítalíu í dag.

Þórir Jóhann hefur ekki fengið mörg tækifæri á þessu tímabili eftir að hafa staðið sig vel á síðustu leiktíð.

Hann byrjaði hjá Lecce gegn Udinese í leiknum í dag, en var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 2-0 fyrir Udinese.

Medon Merisha minnkaði muninn fyrir Lecce á 59. mínútu en undir lokin náði Adam Buksa að koma forystu Udinese aftur í tvö mörk áður en Konan NDri skoraði sárabótarmark nokkrum mínútum síðar.

Lecce er í 16. sæti með 6 stig eftir átta umferðir en Udinese í 8. sæti með 12 stig.

Parma gerði markalaust jafntefli við Como. Heimamenn í Parma voru með yfirráð í fyrri hálfleik og áttu nokkur góð færi til að taka forystuna en Jean Butez, markvörður Como, var öruggur í sínum aðgerðum og þá var sláin að þvælast fyrir Parma-mönnum.

Það reyndi lítið á markverðina í síðari hálfleiknum og urðu lokatölur 0-0.

Como er í 6. sæti með 13 stig en Parma í 15. sæti með 7 stig.

Parma 0 - 0 Como

Udinese 3 - 2 Lecce
1-0 Jesper Karlstrom ('16 )
2-0 Keinan Davis ('37 )
2-1 Medon Berisha ('59 )
3-1 Adam Buksa ('89 )
3-2 Konan NDri ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 8 6 0 2 15 8 +7 18
2 Milan 8 5 2 1 13 6 +7 17
3 Inter 8 5 0 3 19 11 +8 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 8 3 4 1 9 5 +4 13
7 Atalanta 8 2 6 0 11 5 +6 12
8 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
9 Udinese 8 3 3 2 10 12 -2 12
10 Cremonese 8 2 5 1 8 9 -1 11
11 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
12 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
13 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 8 1 4 3 3 7 -4 7
16 Lecce 8 1 3 4 7 13 -6 6
17 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
18 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
19 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
20 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
Athugasemdir
banner