Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 13:36
Brynjar Ingi Erluson
Stórleikur hjá Cecilíu og Karólínu er Inter vann Lazio
Kvenaboltinn
Cecilía varði víti og hélt hreinu
Cecilía varði víti og hélt hreinu
Mynd: Inter
Karólína lagði upp bæði mörk Inter
Karólína lagði upp bæði mörk Inter
Mynd: Inter
Íslensku landsliðskonurnar í Inter áttu stórgóðan leik í 2-0 sigri liðsins á Lazio í Seríu A á Ítalíu í dag.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem var besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð, minnti alla á gæði sín gegn Lazio.

Hún átti fjölmargar vörslur í leiknum og varði þá vítaspyrnu frá Martinu Piemonte undir lok leiksins til að kóróna stórkostlega frammistöðu sína.

FotMob valdi hana besta í leiknum með 9,1 í einkunn og kom Karólína rétt á eftir henni með 9. Cecilía hefur haldið hreinu í sex leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni.

Karólína lagði upp bæði mörk Inter fyrir Tessu Wullaert í síðari hálfleiknum. Karólína hefur nú komið að fjórum mörkum á þessari leiktíð, en hún skoraði tvö mörk í byrjun tímabils í Seríu A-bikarnum og forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Inter er komið aftur á sigurbraut eftir slakt gengi í síðustu leikjum og er í 6. sæti með 9 stig eftir sjö umferðir.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði fyrri hálfleikinn með Leipzig í 3-1 tapi gegn Wolfsburg í þýsku deildinni. Leipzig er í 9. sæti með 13 stig eftir ellefu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner