Þá er komið að Powerade-slúðurpakkanum á þessum ágæta sunnudegi en það eru nokkrir áhugaverðir molar að þessu sinni.
Karim Adeyemi (22), framherji Borussia Dortmund og þýska landsliðsins, vill ganga í raðir Arsenal, en ekki Manchester United sem hefur einnig áhuga. (Mirror)
Enski vængmaðurinn Jadon Sancho (25), sem er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United, hefur fengið þau skilaboð að hann þurfi að taka á sig helmingslaunalækkun hafi hann áhuga á því að snúa aftur til Borussia Dortmund. (Mirror)
Tyrkneska félagið Fenerbahce vill fá pólska framherjann Robert Lewandowski (37) frá Barcelonaa, en hann hafnaði 18 mánaða samningstilboði félagsins og fer fram á aukaár. (AS)
Úlfarnir vilja ólmir fá Christos Mandas (24), markvörð Lazio, í janúarglugganum. Gríski landsliðsmaðurinn er falur fyrir 12 milljónir punda. (GiveMeSport)
Eintracht Frankfurt er að reyna að fá þýska miðjumanninn Vitaly Janelt (27) frá Brentford, en samningur hans rennur út eftir tímabilið og er hann einnig í viðræðum við enska félagið um nýjan samning. (Teamtalk)
Sunderland ætlar að leyfa nígeríska framherjanum Ahmed Abdullahi (21) að fara á láni í janúar. (Northern Echo)
Manchester United er líklegast til að vinna baráttuna um Jorthy Mokio (17), leikmann Ajax, en Tottenham og Newcastle eru áfram áhugasöm um varnarmanninn. (CaughtOffside)
Ekki er búist við því að Arsenal fari á eftir Antoine Semenyo (25), vængmanni Bournemouth og Gana, í janúarglugganum og er almennt gert ráð fyrir rólegum glugga hjá Lundúnafélaginu. (Football.London)
William Osula (22), framherji Newcastle og danska landsliðsins, væri til í að ganga í raðir Eintracht Frankfurt í janúar, en félagið reyndi einnig að fá hann í sumar. (BILD)
Real Madrid hefur gengið frá samkomulagi við Vinicius Jr (25) um nýjan samning. (AS)
Athugasemdir





