Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   lau 22. nóvember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Celtic mótmæltu stjórninni harkalega - „Sorglegt"
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Celtic létu óánægju sína í ljós þegar þeir stöðvuðu fund hjá félaginu og kröfðust þess að stjórnin segði af sér.

Það sauð upp úr þegar menn í stjórn félagsins sökuðu stuðningsmenn á svæðinu um að vera hrekkjusvín. Fundinum var slitið í kjölfarið en hann var stöðvaður um tíma áður þegar menn kröfðust þess að stjórnin segði af sér.


„Þetta var sorglegur morgun," sagði Martin O'Neill, bráðabirgðastjóri Celtic.

„Við gerum öll mistök. Ég geri um 6000 á dag. Þetta var sorglegt því þetta er ekki það sem Celtic FC snýst um."


Athugasemdir
banner