Erling Haaland hélt áfram að skora í landsleikjaglugganum og hjálpaði norska landsliðinu að tryggja sér sæti á HM.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, óskar Haaland og norska landsliðinu til hamingju með árangurinn.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, óskar Haaland og norska landsliðinu til hamingju með árangurinn.
„Hann hefur verið magnaður á þessu tímabili og á skilið að spila á HM. Hann er heimsklassaleikmaður og er á fullkomnum aldri," segir Guardiola.
„Ég samgleðst honum og landsliði hans. Hann hefur slegið öll met og náð stórum áföngum bæði hér hjá Manchester City og í Noregi. Margir í norska hópnum voru ekki fæddir þegar liðið komst síðast á HM. Liðið átti frábæra undankeppni, skoraði mörg mörk og lék vel."
Haaland hefur skorað 99 mörk í 108 leikjum fyrir Manchester City og 55 mörk í 48 landsleikjum. Ótrúlegar tölur.
Athugasemdir



