Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 13:17
Brynjar Ingi Erluson
Sigur í fyrsta grannaslag Viktors Bjarka
Mynd: EPA
Íslendingarnir í FCK unnu 1-0 sigur á Bröndby er erkifjendurnir mættust í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Viktor Bjarki Daðason og Rúnar Alex Rúnarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok skoraði Jordan Larsson sigurmark FCK úr vítaspyrnu og um það bil fimmtán mínútum síðar kom Viktor Bjarki inn af bekknum í fyrsta grannaslagnum gegn Bröndby.

Viktor er fastamaður í hópnum hjá FCK eftir að hafa nýtt tækifæri sín vel. Hann er þó enn í leit að fyrsta deildarmarkinu, en hefur að vísu aðeins spilað fimm leiki og á enn eftir að fá tækifæri í byrjunarliðinu en það styttist í að það verði að veruleika.

FCK er í 4. sæti deildarinnar með 28 stig eftir sextán umferðir, þremur stigum frá Bröndby sem er í 3. sæti.
Athugasemdir
banner
banner