Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Núnez og Neves hetjurnar - Wijnaldum og Dembélé á skotskónum
Mynd: Al Hilal
Mynd: EPA
Darwin Núnez og Rúben Neves voru hetjurnar er Al-Hilal vann heimaleik gegn Al-Fateh í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag.

Al-Hilal lenti undir snemma leiks en Núnez jafnaði fyrir leikhlé svo staðan var 1-1, eftir undirbúning frá Kalidou Koulibaly.

Í síðari hálfleik fékk Nasser Al-Dawsari að líta beint rautt spjald svo heimamenn voru aðeins tíu eftir gegn ellefu, en þeim tókst samt að gera sigurmark. Vítaspyrna var dæmd á 88. mínútu og skoraði Neves af punktinum til að tryggja dýrmæt stig í toppbaráttunni.

Al-Hilal er í öðru sæti með 23 stig eftir 9 umferðir, einu stigi á eftir toppliði Al-Nassr sem er með fullt hús stiga og einn leik til góða.

Fyrr í dag léku Georginio Wijnaldum og Moussa Dembélé á alls oddi í sigri Al-Ettifaq gegn Al-Fayha. Wijnaldum skoraði eitt og lagði annað upp á meðan Dembélé setti tvennu. Þá gaf Álvaro Medrán tvær stoðsendingar.

Al-Ettifaq komst í þriggja marka forystu en gestirnir gáfust ekki upp svo lokatölur urðu 3-2. Chris Smalling og Fashion Sakala voru báðir í byrjunarliði Al-Fayha.

Bæði lið eru um miðja deild eftir sigurinn, með 12 og 11 stig eftir 9 umferðir.

Að lokum gerði Damac markalaust jafntefli við Al-Najma í fallbaráttuslag.

Al-Hilal 2 - 1 Al-Fateh
1-0 Mourad Batna ('9, víti)
1-1 Darwin Nunez ('26)
2-1 Ruben Neves ('88, víti)
Rautt spjald: Nasser Al-Dawsari, Al-Hilal ('79)

Al-Ettifaq 3 - 2 Al-Fayha
1-0 Moussa Dembele ('10)
2-0 Georginio Wijnaldum ('27)
3-0 Moussa Dembele ('57)
3-1 Ammar Al-Khaibari ('65)
3-2 Yassine Benzia ('82)

Damac 0 - 0 Al-Najma
Athugasemdir
banner
banner
banner