Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon kom inn á og fiskaði víti í endurkomusigri
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson byrjaði á bekknum þegar Lille vann endurkomusigur gegn Paris FC í frönsku deildinni í kvöld.

Lille lenti undir eftir tíu mínútna leik en Olivier Giroud jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Hákon kom inn á eftir klukkutíma leik og stundafjórðungi síðar fékk hann vítaspyrnu sem Giroud skoraði úr og kom Lille yfir. Lille vann leikinn að lokum 4-2. Lille er í 4. sæti með 23 stig eftir 13 umferðir.

Danijel Djuric var í byrjunarliði Istra 1961 þegar liðið tapaði 1-0 gegn Gorica í króatísku deildinni. Logi Hrafn Róbertsson var ónotaður varamaður. Istra er í 5. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner