Hákon Arnar Haraldsson byrjaði á bekknum þegar Lille vann endurkomusigur gegn Paris FC í frönsku deildinni í kvöld.
Lille lenti undir eftir tíu mínútna leik en Olivier Giroud jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.
Lille lenti undir eftir tíu mínútna leik en Olivier Giroud jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.
Hákon kom inn á eftir klukkutíma leik og stundafjórðungi síðar fékk hann vítaspyrnu sem Giroud skoraði úr og kom Lille yfir. Lille vann leikinn að lokum 4-2. Lille er í 4. sæti með 23 stig eftir 13 umferðir.
Danijel Djuric var í byrjunarliði Istra 1961 þegar liðið tapaði 1-0 gegn Gorica í króatísku deildinni. Logi Hrafn Róbertsson var ónotaður varamaður. Istra er í 5. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir.
Athugasemdir



