Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Luis Díaz í þriggja leikja bann - Kompany vonsvikinn
Mynd: EPA
Luis Díaz, sóknarmaður Bayern, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann í Meistaradeildinni eftir að hann fékk rautt spjald í leik liðsins gegn PSG í 4. umferð keppninnar fyrr í þessum mánuði.

Hann skoraði tvennu en fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir brot á Achraf Hakimi. Hakimi meiddist illa á ökkla.

Vincent Kompany, stjóri Bayern, var sannfærður um að Diaz fengi aðeins eins leiks bann en hann sagði að hann yrði mjög vonsvikinn ef bannið yrði lengra.

Díaz missir af leikjum gegn Arsenal, Sporting og Royale Union Saint-Gilloise.
Athugasemdir
banner
banner
banner