Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   sun 23. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Stórveldin berjast um Mílanó
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er skemmtilegur fótboltasunnudagur framundan í ítalska boltanum þar sem Verona og Parma mætast í hádegisleiknum áður en toppbaráttulið Roma heimsækir nýliða Cremonese.

Rómverjar þurfa á sigri að halda en mikil meiðslavandræði herja á leikmannahópinn þessa dagana, þá sérstaklega í sóknarleiknum. Artem Dovbyk, Paulo Dybala og Leon Bailey eru frá vegna meiðsla og er líklegt að Evan Ferguson leiði sóknarlínuna, en hann missti af landsleikjahlénu vegna meiðsla og er ennþá tæpur.

Lazio er einnig að glíma við sín meiðslavandræði þar sem Taty Castellanos og Matteo Cancellieri eru fjarri góðu gamni, en Gustav Isaksen og Mattia Zaccagni munu þurfa að stíga upp í þeirra fjarveru ásamt Boulaye Día.

Að lokum er komið að stærsta leik dagsins og helgarinnar þegar Inter og AC Milan eigast við á San Siro. Hér er um að ræða hatramann nágrannaslag og spennandi toppbaráttuslag.

Inter er tveimur stigum fyrir ofan Milan í toppbaráttunni.

Leikir dagsins
11:30 Verona - Parma
14:00 Cremonese - Roma
17:00 Lazio - Lecce
19:45 Inter - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
10 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
11 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
12 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner