Real Sociedad hefur verið á góðu skriði í síðustu umferðum og er búið að lyfta sér upp úr fallbaráttunni í spænsku deildinni. Liðið heimsótti Osasuna í dag og lenti undir í lok fyrri hálfleiks.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Sociedad var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fékk góð færi. Brais Méndez jafnaði metin skömmu áður en Goncalo Guedes tók svo forystuna.
Leikurinn jafnaðist aðeins út og fengu bæði lið tækifæri til að skora en næsta mark leit ekki dagsins ljós fyrr en á 82. mínútu. Þar var Ander Barrenetxea á ferðinni til að innsigla sigur gestanna.
Inigo Arguibide fékk svo að líta rauða spjaldið á lokamínútunum og urðu lokatölur 1-3. Sociedad er um miðja deild með 16 stig eftir 13 umferðir. Osasuna er með 11 stig í fallbaráttunni.
Orri Steinn Óskarsson var ekki í hóp hjá Sociedad vegna meiðsla.
Villarreal sigraði þá Mallorca en staðan var jöfn eftir afar jafnan fyrri hálfleik. Gerard Moreno og Samu Aghehowa skoruðu með stuttu millibili í upphafi leiks og hélst staðan jöfn allt þar til á lokamínútunum.
Villarreal var betra liðið í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora fyrr en á 83. mínútu, þegar Tani Oluwaseyi gerði það sem reyndist verðskuldað sigurmark.
Þetta er fjórði deildarsigurinn í röð hjá Villarreal og er liðið í þriðja sæti með 29 stig eftir 13 umferðir, tveimur stigum frá Spánarmeisturum Barcelona.
Osasuna 1 - 3 Real Sociedad
1-0 Alejandro Catena ('42 )
1-1 Brais Mendez ('53 )
1-2 Goncalo Guedes ('59 )
1-3 Ander Barrenetxea ('82 )
Rautt spjald: Inigo Arguibide, Osasuna ('87)
Villarreal 2 - 1 Mallorca
1-0 Gerard Moreno ('6 )
1-1 Samu ('8 )
2-1 Tani Oluwaseyi ('83 )
Athugasemdir




