Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 17:35
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Þægilegt fyrir Barca - Aspas með sigurmarkið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrstu tveimur leikjum dagsins er lokið í efstu deild spænska boltans þar sem ríkjandi meistarar Barcelona rúlluðu yfir Athletic Bilbao.

Robert Lewandowski skoraði snemma leiks og tvöfaldaði Ferran Torres forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Fermín López setti þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks og fékk Oihan Sancet beint rautt spjald skömmu síðar. Tíu leikmenn Athletic áttu engin svör gegn léttleikandi Börsungum sem unnu að lokum 4-0 eftir að Torres skoraði annað mark. Lamine Yamal lagði bæði mörkin upp fyrir Torres.

Barca jafnar Real Madrid á stigum á toppi La Liga en Madrídingar eiga leik til góða. Athletic situr eftir með 17 stig eftir 13 umferðir.

Iago Aspas var þá hetjan er Celta Vigo heimsótti Alavés. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en Celta fékk dæmda vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

Aspas steig á punktinn og skoraði það sem reyndist eina markið í bragðdaufum slag.

Celta er með 16 stig eftir þennan sigur, einu stigi meira heldur en Alavés. Liðin eru um miðja deild - fimm og sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Barcelona 4 - 0 Athletic Bilbao
1-0 Robert Lewandowski ('4 )
2-0 Ferran Torres ('45 )
3-0 Fermin Lopez ('48 )
4-0 Ferran Torres ('90 )
Rautt spjald: Oihan Sancet, Athletic ('54)

Alaves 0 - 1 Celta Vigo
0-1 Iago Aspas ('55 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner