Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, vill að stuðningsmenn andstæðingana sitji annars staðar en venjan er á heimaleikjum liðsins.
Írland mætir Tékklandi ytra í undanúrslitum um sæti á HM en liðið gæti mætt Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitum.
Stuðningsmenn andstæðingana eru fyrir aftan annað markið á heimavelli Íra sem Heimir er ekki hrifinn af.
Írland mætir Tékklandi ytra í undanúrslitum um sæti á HM en liðið gæti mætt Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitum.
Stuðningsmenn andstæðingana eru fyrir aftan annað markið á heimavelli Íra sem Heimir er ekki hrifinn af.
„Gegn Portúgal og Ungverjalandi voru stuðningsmennirnir okkar eins lagt frá grasinu og hægt var. Það er gestrisni í Íranum og þeir gefa andstæðingnum bestu sætin í húsinu," sagði Heimir.
„Segjum sem svo að það sé vítaspyrnukeppni og stuðningsmenn andstæðingsins eru fyrir aftan markið. Ef við spilum úrslitaleik um sæti á HM þá þurfum við að hugsa um allt sem getur verið okkur í hag. Það var eins og það hafi orðið rafmagnslaust þegar Troy (Parrott) skoraði þriðja markið gegn Ungverjalandi. Maður heyrði í írsku stuðningsmönnunum lengst uppi í stúku, þetta er viljandi gert."
Athugasemdir


