U15 landslið kvenna spilaði við England á föstudag og tapaði leiknum naumlega.
Liðin áttust við á þróunarmóti UEFA og er Ísland í erfiðum riðli sem inniheldur einnig stórþjóðir Tyrklands og Þýskalands.
Ísland tapaði 2-1 gegn Englandi og skoraði Karen Dís Vigfúsdóttir mark Íslands í leiknum. Karen Dís er fædd 2011 og hefur komið við sögu í tveimur leikjum með meistaraflokki Fylkis í Lengjudeild kvenna.
Riðillinn er leikinn á Englandi og fór fyrsti leikurinn fram á St. George's Park í Burton.
Ísland spilar við Þýskaland í dag klukkan 11:00.
Athugasemdir




