FH tilkynnti í dag að Deja Sandoval væri búin að framlengja samning sinn við félagið.
FH endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og var Deja valin í lið tímabilsins hér á Fótbolti.net fyrir frammistöðuna í sumar.
Deja er bandarískur varnarmaður sem fædd er árið 2001 og kom til FH frá FHL fyrir tímabilið.
FH endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og var Deja valin í lið tímabilsins hér á Fótbolti.net fyrir frammistöðuna í sumar.
Deja er bandarískur varnarmaður sem fædd er árið 2001 og kom til FH frá FHL fyrir tímabilið.
„Deja átti stóran þátt í frábæru gengi liðsins í sumar og hefur sýnt mikinn metnað og fagmennsku bæði innan vallar sem utan. Það er okkur sönn ánægja að Deja kjósi að halda áfram að spila í FH-treyjunni og hlökkum við til að sjá hana spila áfram lykilhlutverk í framþróun og vegferð liðsins á komandi tímabili," segir í tilkynningu FH.
Athugasemdir

