Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, verður frá í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir að hafa ristarbrotnað í æfingaleik liðsins gegn Lilleström í gær.
Miðjumaðurinn spilaði 17 leiki og skoraði tvö mörk í deild- og bikar með Blikum á tímabilinu og komið við sögu í tveimur leikjum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Hann spilaði gegn Lilleström í gær en varð fyrir því óláni að ristarbrotna.
Ásgeir staðfesti í samtali við Fótbolta.net að hann sé á leið í aðgerð og verði frá næstu fjóra mánuði.
Tímabilinu er því lokið hjá honum en hann mun mæta aftur með Blikum á miðju undirbúningstímabili.
Athugasemdir



