Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Iraola um stöðu Semenyo: Skulum tala saman í janúar
Mynd: EPA
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, hefur ekki áhyggjur af stöðu Antoine Semenyo hjá félaginu.

Semenyo skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar og er með 65 milljón punda riftunarákvæði í samningi sínum. Liverpool, Man City og Tottenham hafa sýnt honum áhuga.

„Það er nóvember og Semenyo er okkar leikmaður. Hann verður það áfram. Þú getur spurt mig út í leikmannamál í janúar. Ég hef ekki áhyggjur af janúarglugganum núna. Það er nóvember og ég hef meiri áhyggjur af stöðu leikmanna fyrir leikinn á morgun," sagði Iraola.

„Við skulum tala saman um hvað sem gerist í janúar."
Athugasemdir
banner
banner
banner