Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 23:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
FH kynnir nýjan þjálfara á miðvikudaginn - Opið hús í Kaplakrika
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
FH býður stuðningsmönnum á stuðningsmannakvöld í Sjónarhól á miðvikudaginn og þar verður nýr þjálfari liðsins kynntur.

Jóhannes Karl Guðjónsson verður næsti þjálfari liðsins, hann tekur við af Heimi Guðjónssyni sem stýrði FH síðustu þrjú tímabilin en fékk ekki nýjan samning í sumar og er tekinn við Fylki.

Jóhannes Karl er að flytja heim en hann hætti sem þjálfari danska félagsins AB á dögunum eftir eitt og hálft ár í starfi.

„Kæru FH-ingar, Hvetjum alla til að fjölmenna í Sjónarhól á miðvikudaginn næstkomandi þegar við ætlum að eiga gott kvöld saman! Við ætlum að kynna nýjan þjálfara ásamt því að fá okkur snitzel og með því yfir Champions League! Maturinn verður á góðum prís en það er mikilvægt ef þið ætlið að mæta að þið setjið going á eventinn svo við getum áætlað matinn! Takk kærlega og hlökkum til að sjá ykkur," segir í tilkynningu frá FH.

Skráðu þig á viðburðinn hér

Athugasemdir
banner
banner
banner