Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   sun 23. nóvember 2025 16:01
Brynjar Ingi Erluson
England: Rogers sá um endurkomu Villa-manna
Morgan Rogers skoraði tvö í seinni hálfleik og kom Villa upp í 4. sæti
Morgan Rogers skoraði tvö í seinni hálfleik og kom Villa upp í 4. sæti
Mynd: EPA
Leeds 1 - 2 Aston Villa
1-0 Lukas Nmecha ('8 )
1-1 Morgan Rogers ('48 )
1-2 Morgan Rogers ('75 )

Morgan Rogers var hetja Aston Villa í 2-1 sigri liðsins á Leeds United í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Elland Road í dag.

Leeds fór með eins marks forystu inn í hálfleikinn. Þeir sýndu mikla ákefð í fyrri hálfleiknum og voru betri aðilinn með og án boltans.

Lukas Nmecha skoraði eina mark Leeds á 8. mínútu leiksins. Sean Longstaff tók aukaspyrnu frá hægri á fjærstöngina þar sem boltanum var skotið hátt upp í loft. Hann datt síðan við marklínuna þar sem Anton Stach stökk manna hæst, skallaði boltann niður áður en Nmecha setti boltann í netið.

Athugað var með rangstöðu í aukaspyrnunni og mögulegt brot Stach í aðdragandanum en markið fékk að standa og heimamenn yfir í leiknum.

Í þeim síðari tóku Villa-menn við sér. Morgan Rogers jafnaði metin á 48. mínútu. Matty Cash var með boltann úti hægra megin, færði boltann inn á teiginn á Donyell Malen sem kom með fasta fyrirgjöf á nærstöngina þar sem Rogers var mættur til að skila boltanum í netið.

Rogers var aftur á ferðinni stundarfjórðungi fyrir leikslok en þá skoraði hann úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn, yfir vegginn og í raun á mitt markið en það kom smá flökt á boltann sem truflaði Perri í markinu.

Mínútu síðar komu Leedsarar boltanum í netið. Daniel James setti lyfti boltanum yfir Emi Martínez, í Dominic Calvert-Lewin og í netið, en þar sem Calvert-Lewin fékk boltann í höndina var markið dæmt af.

Á lokamínútunum var Pascal Struijk nálægt því að jafna metin en Martínez varði skalla hans með löppunum.

Leeds óheppið að ná ekki að jafna metin og tókst Villa að halda þetta út. Villa fer upp í 4. sæti með 21 stig en Leeds er í 17. sæti með 11 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner