Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. nóvember 2019 23:31
Brynjar Ingi Erluson
Grealish vill spila í svipuðu leikkerfi og Liverpool
Jack Grealish í leik með Aston Villa
Jack Grealish í leik með Aston Villa
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa á Englandi, var ánægður með að vera mættur aftur í liðið í 2-0 sigrinum á Newcastle í kvöld.

Grealish hefur glímt við meiðsli síðustu fjórar vikurnar en kom aftur í liðið í kvöld og lagði upp fyrra markið í aukaspyrnu Conor Hourihane.

Hann var ánægður með sigurinn og spilamennskuna. Hann spilaði á miðjunni í kvöld en hann vill þó meira spila vinstra megin á vængnum í svipuðu kerfi og þeir Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane spila í hjá Liverpool.

„Við vitum öll hversu góður Conor Hourihane er í föstum leikatriðum og hann sýndi það í kvöld. Hann ákvað það í skyndi að ég myndi leggja boltann út á hann í aukaspyrnunni sem hann skoraði úr og ég náði mér í stoðsendingu" sagði Grealish.

„Það er mikil pressa á okkur. Við eyddum mest af peningum af þeim liðum sem komu upp og við vissum alltaf að það yrði pressa en ég er viss um að við náum að halda okkur uppi með þessa leikmenn sem við höfum."

„Mér finnst gaman að spila í áttunni og finnst eins og ég sé meira inn í leiknum en þetta er liðsíþrótt og ég spila bara þar sem stjórinn segir mér að spila. Þegar ég er vinstra megin á vængnum þá vil ég spila meira eins og fremstu þrír hjá Liverpool,"
sagði Grealish í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner