mán 25. nóvember 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane: Gaman að sjá Jose aftur
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Völsungur
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og sparkspekingur á Sky Sports, telur að stjórastarfið hjá Tottenham henti Jose Mourinho vel.

Tottenham vann 3-2 sigur á West Ham í gær í fyrsta leik Mourinho.

Mourinho var ráðinn til Tottenham fyrir tæpri viku síðan eftir að Mauricio Pochettino var rekinn.

„Það stærsta við leikinn í dag var West Ham. Þeir ömurlegir, algjörlega ömurlegir, algjörlega til skammar," sagði Keane á Sky Sports.

„Þetta var auðvelt fyrir Tottenham, svolítið erfitt á síðustu 15-20 mínútunum, en það týpiskt Tottenham. Mörgum góðum leikmönnum finnst gaman að spila 3-0 undir, en það er orðið of seint þá."

„Það er gaman að sjá Jose aftur, ég held að þetta henti vel fyrir hann. Það er mikil erfiðisvinna framundan og hann mun án vafa hugsa um efstu fjögur sæting og að vinna einn bikar."

„Þetta var samt auðvelt fyrir hann í dag, hefði ekki getað verið auðveldara," sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner