Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. nóvember 2020 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta tap Liverpool á Anfield í meira en tvö ár
Frá Anfield, heimavelli Liverpool.
Frá Anfield, heimavelli Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði fyrir Atalanta þegar liðin áttust við í Meistaradeildinni á þessu miðvikudagskvöldi.

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Ajax og Atalanta pressa á Liverpool

Jurgen Klopp hristi upp í liði sínu fyrir þennan leik og byrjaði til að mynda með þrjá breska táninga. Klopp hvíldi sterka pósta og þá eru nokkrir lykilmenn frá meiddir.

Atalanta var sterkari aðilinn í leiknum og þeir skoruðu tvisvar í síðari hálfleik; mörkin gerðu Josip Ilicic og Robin Gosenss.

Þetta er fyrsta tap Liverpool í 90 mínútna leik á Anfield síðan í september 2018 þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Chelsea. Liverpool liðið hefur verið ógnarsterkt á Anfield síðustu árin.


Athugasemdir
banner