Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 25. nóvember 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Nokkur lið geta tryggt sig áfram
Liverpool getur tryggt sér farseðil í 16-liða úrslitin.
Liverpool getur tryggt sér farseðil í 16-liða úrslitin.
Mynd: Getty Images
Seinni leik dagurinn í þessari viku í Meistaradeildinni er í dag. Það er leikið í A-D riðlum.

Evrópumeistarar Bayern München hafa unnið alla leiki sína til þessa og geta tryggt sig áfram með sigri gegn Salzburg á heimavelli. Atletico er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins og á heimaleik gegn Lokomotiv Moskvu.

Í B-riðli er staðan mjög jöfn. Borussia Mönchengladbach er á toppnum með fimm stig, Shakhtar og Real Madrid með fjögur stig, og Inter með tvö stig. Það er stórleikur í kvöld þegar Inter og Real Madrid eigast við.

Í C-riðli er Manchester City með fullt hús stiga og Porto í öðru sæti með sex stig. Þessi tvö lið geta farið langleiðina með að tryggja sig áfram með því að vinna leiki sína í kvöld.

Þá getur Liverpool tryggt sig áfram með sigri gegn Atalanta á heimavelli. Bæði Ajax og Atalanta eru með fjögur stig í riðlinum, en Ajax mætir Midtjylland í kvöld.

Hér að neðan má sjá alla leiki kvöldsins.

Leikir dagsins:

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group A
20:00 Bayern - Salzburg (Stöð 2 Sport)
20:00 Atletico Madrid - Lokomotiv

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group B
17:55 Gladbach - Shakhtar D
20:00 Inter - Real Madrid (Stöð 2 Sport 5)

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group C
17:55 Olympiakos - Man City (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Marseille - Porto

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group D
20:00 Liverpool - Atalanta (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Ajax - Midtjylland
Athugasemdir
banner
banner