Brasilíumaðurinn Pele hefur sent samúðarkveðjur til fjölskyldu Diego Armando Maradona.
Maradona lést í dag, 60 ára gamall. Hann fékk hjartaáfall á heimili sínu.
Maradona lést í dag, 60 ára gamall. Hann fékk hjartaáfall á heimili sínu.
Maradona kom upp í þann mund er Pele var að hætta í fótbolta. Þeir voru bestu fótboltamenn síns tíma og eru taldir tveir af bestu fótboltamönnum allra tíma.
„Mjög sorglegar fregnir. Ég missti góðan vin og heimurinn missti goðsögn," segir Pele.
„Ég bið Guð um að veita fjölskyldumeðlimum hans styrk. Ég vona að við munum einn daginn spila fótbolta saman á himnum uppi."
Sjá einnig:
Þriggja daga þjóðarsorg í Argentínu - Skólum lokað í Napoli
Margir minnast Maradona
Que notícia triste. Eu perdi um grande amigo e o mundo perdeu uma lenda. Ainda há muito a ser dito, mas por agora, que Deus dê força para os familiares. Um dia, eu espero que possamos jogar bola juntos no céu. pic.twitter.com/6Li76HTikA
— Pelé (@Pele) November 25, 2020
Athugasemdir