Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 25. nóvember 2022 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ágúst Hlyns að ganga alfarið í raðir Vals
Ágúst Hlynsson.
Ágúst Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson er líklega að ganga í raðir Vals frá danska félaginu Horsens. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Fyrr í dag var sagt frá því að varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason væri að ganga í raðir Vals.

Núna bendir líka til þess að Ágúst sé að semja við Hlíðarendafélagið en hann lék með Val á láni á síðustu leiktíð. Hann hefur einnig verið orðaður við Breiðablik.

Ágúst er 22 ára miðjumaður sem var samningsbundinn Horsens fram á sumarið 2024, en félagið var tilbúið að leyfa honum að fara annað.

Ágúst er uppalinn hjá Breiðabliki en hann fór ungur að árum til Norwich. Hann sneri svo aftur til Íslands og spilaði með Víkingum. Þaðan fór hann til Danmerkur, en hann hefur einnig leikið með FH hér á Íslandi.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Valur einnig að krækja í danskan miðjumann.

Arnar Grétarsson tók við Val eftir síðasta tímabil og er stefnan sett á að komast aftur á toppinn.
Athugasemdir
banner
banner