Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 25. nóvember 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn byrjar í febrúar: Sjáðu riðlana og leikplanið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska undirbúningstímabilið er langt og strangt og er búið að birta drög að niðurröðun leikja í Lengjubikar karla og kvenna.


Á vefsíðu KSÍ má finna alla fyrirhugaða leiktíma og sjá hvaða lið eru saman í riðli. Samkvæmt drögum KSÍ mun Lengjubikarinn hefjast 10. febrúar.

Í A-deild karla eru fjórir riðlar með sex liðum í hverjum riðli, 24 bestu lið landsins sem koma úr efstu deildum íslenska boltans. Þar munu KR og Valur mætast í fjandslag í riðli 1, Brieðablik og FH mætast í riðli 2 og Víkingur R. og Stjarnan í riðli 3.

Í A-deild kvenna eru Breiðablik og Stjarnan saman í riðli 2 á meðan Valur er í riðli 1 ásamt Þrótti R. og Selfossi. Lengjubikar kvenna á að hefjast degi eftir bikarkeppni karla, þann 11. febrúar 2023.

Það eru einnig B- og C- deildir í bæði karla- og kvennaflokki. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner