Nemanja Pjevic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Leikni og verður aðstoðarmaður Brynjars Bjarnar Gunnarssonar, nýs þjálfara Breiðholtsliðsins.
Nemanja var aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar sem lét af störfum eftir að hafa náð því markmiði að halda sæti Leiknis í Lengjudeildinni.
„Nemma þarf ekki að kynna fyrir Leiknisfólki en þessi öflugi þjálfari er uppalinn hjá félaginu og hefur verið aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki síðan 2024. Leiknir fagnar því að halda Nemma innan sinna raða," segir í tilkynningu frá Leikni.
Nemanja var aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar sem lét af störfum eftir að hafa náð því markmiði að halda sæti Leiknis í Lengjudeildinni.
„Nemma þarf ekki að kynna fyrir Leiknisfólki en þessi öflugi þjálfari er uppalinn hjá félaginu og hefur verið aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki síðan 2024. Leiknir fagnar því að halda Nemma innan sinna raða," segir í tilkynningu frá Leikni.
Leiknir hafnaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að Brynjar Björn Gunnarsson væri tekinn við liðinu. Hann gerði tveggja ára samning.
„Við erum í uppbyggingu, einhvers konar endurskipulagi. En eins og deildin er að spilast og eins og hún er lögð upp í dag, þá held ég að eigi nánast öll lið möguleika í þessa topp fimm baráttu. Deildin var svolítið tvískipt í sumar, liðin voru með mörg stig í fimmta sæti. Hún (deildin) hefur spilast svolítið öðruvísi eftir að umspilið kom," sagði Brynjar í viðtali við Fótbolta.net á dögunum þegar hann var spurður út í markmið næsta tímabils.
Athugasemdir


