Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   fös 14. nóvember 2025 14:30
Kári Snorrason
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru komnir tíu dagar síðan við sömdum og við erum farnir að æfa, þetta fer vel af stað,“ segir Brynjar Björn Gunnarsson nýráðinn þjálfari Leiknis.

Brynjar, sem var ráðinn fyrir rúmri viku, tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem lét af störfum eftir síðasta tímabil, en liðið endaði í níunda sæti í Lengjudeildinni í sumar. 


„Þetta átti sér smá aðdraganda, við töluðum saman í sumar áður en ég fór til Víkings. Svo hittumst við aftur í haust, þetta var eiginlega óvenju langur aðdragandi. En þegar menn setjast niður og taka ákvörðun er þetta fljótt að gerast.“ 

„Þetta var fyrsta vikan, ég er búinn að stýra þremur æfingum. Við erum búnir að vera heppnir með veður, það hefur hjálpað. En þetta hefur gengið vel. Mér líst vel á hópinn, maður er enn þá að meta hann. Ég reyni að vera kominn með mótaðan hóp um miðjan janúar sem maður getur séð fyrir sér að fara inn í mót.“ 

Þótt enn sé langt í mót, hvert er markmiðið?

„Við erum í uppbyggingu, einhvers konar endurskipulagi. En eins og deildin er að spilast og eins og hún er lögð upp í dag, þá held ég að eigi nánast öll lið möguleika í þessa topp fimm baráttu. Deildin var svolítið tvískipt í sumar, liðin voru með mörg stig í fimmta sæti. Hún (deildin) hefur spilast svolítið öðruvísi eftir að umspilið kom.“ 

„Á bæði þar síðasta tímabili og því síðasta skorti ákveðinn stöðugleika. Þjálfarar hættu á miðju tímabili og liðið hefur af einhverjum ástæðum dregist niður í neðri hluta töflunnar. Markmiðið er að snúa því við.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner