Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 14. nóvember 2025 14:30
Kári Snorrason
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru komnir tíu dagar síðan við sömdum og við erum farnir að æfa, þetta fer vel af stað,“ segir Brynjar Björn Gunnarsson nýráðinn þjálfari Leiknis.

Brynjar, sem var ráðinn fyrir rúmri viku, tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem lét af störfum eftir síðasta tímabil, en liðið endaði í níunda sæti í Lengjudeildinni í sumar. 


„Þetta átti sér smá aðdraganda, við töluðum saman í sumar áður en ég fór til Víkings. Svo hittumst við aftur í haust, þetta var eiginlega óvenju langur aðdragandi. En þegar menn setjast niður og taka ákvörðun er þetta fljótt að gerast.“ 

„Þetta var fyrsta vikan, ég er búinn að stýra þremur æfingum. Við erum búnir að vera heppnir með veður, það hefur hjálpað. En þetta hefur gengið vel. Mér líst vel á hópinn, maður er enn þá að meta hann. Ég reyni að vera kominn með mótaðan hóp um miðjan janúar sem maður getur séð fyrir sér að fara inn í mót.“ 

Þótt enn sé langt í mót, hvert er markmiðið?

„Við erum í uppbyggingu, einhvers konar endurskipulagi. En eins og deildin er að spilast og eins og hún er lögð upp í dag, þá held ég að eigi nánast öll lið möguleika í þessa topp fimm baráttu. Deildin var svolítið tvískipt í sumar, liðin voru með mörg stig í fimmta sæti. Hún (deildin) hefur spilast svolítið öðruvísi eftir að umspilið kom.“ 

„Á bæði þar síðasta tímabili og því síðasta skorti ákveðinn stöðugleika. Þjálfarar hættu á miðju tímabili og liðið hefur af einhverjum ástæðum dregist niður í neðri hluta töflunnar. Markmiðið er að snúa því við.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner