Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fös 14. nóvember 2025 14:30
Kári Snorrason
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru komnir tíu dagar síðan við sömdum og við erum farnir að æfa, þetta fer vel af stað,“ segir Brynjar Björn Gunnarsson nýráðinn þjálfari Leiknis.

Brynjar, sem var ráðinn fyrir rúmri viku, tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem lét af störfum eftir síðasta tímabil, en liðið endaði í níunda sæti í Lengjudeildinni í sumar. 


„Þetta átti sér smá aðdraganda, við töluðum saman í sumar áður en ég fór til Víkings. Svo hittumst við aftur í haust, þetta var eiginlega óvenju langur aðdragandi. En þegar menn setjast niður og taka ákvörðun er þetta fljótt að gerast.“ 

„Þetta var fyrsta vikan, ég er búinn að stýra þremur æfingum. Við erum búnir að vera heppnir með veður, það hefur hjálpað. En þetta hefur gengið vel. Mér líst vel á hópinn, maður er enn þá að meta hann. Ég reyni að vera kominn með mótaðan hóp um miðjan janúar sem maður getur séð fyrir sér að fara inn í mót.“ 

Þótt enn sé langt í mót, hvert er markmiðið?

„Við erum í uppbyggingu, einhvers konar endurskipulagi. En eins og deildin er að spilast og eins og hún er lögð upp í dag, þá held ég að eigi nánast öll lið möguleika í þessa topp fimm baráttu. Deildin var svolítið tvískipt í sumar, liðin voru með mörg stig í fimmta sæti. Hún (deildin) hefur spilast svolítið öðruvísi eftir að umspilið kom.“ 

„Á bæði þar síðasta tímabili og því síðasta skorti ákveðinn stöðugleika. Þjálfarar hættu á miðju tímabili og liðið hefur af einhverjum ástæðum dregist niður í neðri hluta töflunnar. Markmiðið er að snúa því við.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner