Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 20:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso: Ber mikla virðingu fyrir leikmönnunum
Mynd: EPA
Það hefur verið mikið rætt og ritað um vandamál innan herbúða Real Madrid en talið er að nokkrir leikmenn séu óánægðir með Xabi Alonso, stjóra liðsins.

Real Madrid er án sigurs í þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Það er tækifæri fyrir liðið að komast aftur á sigurbraut þegar liðið heimsækir Olympiakos í Meistaradeildinni á morgun.

„Ég ber mikla virðingu fyrir leikmönnunum. Ég veit hvernig þetta er í búningsklefum, hvað menn þurfa að ganga í gegnum og hvernig þeir díla við utanaðkomandi háfaða," sagði Alonso.

„Þetta eru aðstæður sem mega ekki valda því að við missum einbeitingu. Úrslitin hafa ekki verið okkur í hag, við vitum hvað gerist þá en það má ekki taka okkur af leiðinni sem við viljum fara."
Athugasemdir
banner