Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   þri 25. nóvember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sögulegur leikur fyrir Barcelona
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Barcelona tók á móti Athletic Bilbao um helgina og vann þægilegan sigur á Camp Nou eftir tæplega þriggja ára fjarveru frá heimavellinum sínum.

Það var því mikið fagnaðarefni fyrir áhorfendur að snúa aftur á endurbættan Nývang og horfa á sína menn vinna þægilegan fjögurra marka sigur gegn Athletic í sögulegum leik.

Leikurinn gegn Athletic er þó ekki eingöngu sögulegur útaf endurkomunni á Nývang, heldur einnig útaf liðsuppstillingunni hjá Hansi Flick þjálfara.

Flick notaði nefnilega 9 leikmenn frá Katalóníu í sigrinum frækna, sem hefur ekki gerst síðan skömmu fyrir seinni heimsstyrjöld.

Barca notaði síðast 9 leikmenn eða fleiri frá héraðinu sínu í keppnisleik árið 1937, fyrir tæplega 90 árum síðan.

Joan García, Alejandro Balde, Pau Cubarsí, Lamine Yamal, Gerard Martín, Dani Olmo og Eric García voru í byrjunarliðinu um helgina. Nafnarnir Marc Bernal og Casado komu inn af bekknum.

Barcelona er ríkjandi Spánarmeistari og situr í öðru sæti deildarinnar eftir þennan sigur, einu stigi á eftir toppliði Real Madrid.

Barcelona heimsækir heimsmeistara Chelsea í stórleik í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Athugasemdir
banner