Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   mið 26. janúar 2022 12:10
Elvar Geir Magnússon
Viggó skoraði tvö í síðasta fótboltaleik sínum 2014: Ákvað að byrja aftur í handboltanum
Icelandair
Viggó með landsliðinu á EM í Ungverjalandi.
Viggó með landsliðinu á EM í Ungverjalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í spilaranum hér að ofan má sjá gamalt viðtal við Seltirninginn Viggó Kristjánsson, landsliðsmann í handbolta, sem tekið var eftir hans síðasta fótboltaleik á ferlinum 2014.

Viggó var tvítugur og tók þá ákvörðun að einbeita sér að handboltanum. Hann er núna atvinnumaður með Stuttgart í Þýskalandi og er í eldlínunni með íslenska handboltalandsliðinu sem hefur verið að gera frábæra hluti á EM þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Viggó skoraði tvö mörk fyrir uppeldisfélag sitt Gróttu gegn Aftureldingu í 2. deildinni í fótbolta í 4-1 sigri þann 13. september. Það reyndist hans síðasti fótboltaleikur.

„Ég tók ákvörðun að byrja aftur í handboltanum og fyrsti leikur þar er eftir viku. Ég get loksins farið að sleppa einhverjum fótboltaleikjum," sagði Viggó sem hjálpaði Gróttu að komast upp um deild þetta tímabil. Skoraði ellefu mörk í tuttugu leikjum.

Þess má geta að Gunnar Birgisson, sem er einn af lýsendum RÚV frá leikjum Evrópumótsins, tók viðtalið fyrir Fótbolta.net 2014.

Viggó, sem er í dag 28 ára, var á sínum tíma mikið efni bæði í fótbolta og handbolta. Hann byrjaði ungur að spila fyrir meistaraflokk Gróttu og lék átta leiki fyrir yngri landslið Íslands í fótbolta. Um tíma hætti hann í handboltanum og lék eitt tímabil í efstu deild í fótboltanum. 2013 lék hann tólf leiki fyrir Breiðablik í Pepsi deildinni.

Viggó verður í eldlínunni með handboltalandsliðinu sem mætir Svartfjallalandi klukkan 14:30 en íslenska liðið vonast til að komast í undanúrslit Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner