Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   mið 26. janúar 2022 12:10
Elvar Geir Magnússon
Viggó skoraði tvö í síðasta fótboltaleik sínum 2014: Ákvað að byrja aftur í handboltanum
Icelandair
Viggó með landsliðinu á EM í Ungverjalandi.
Viggó með landsliðinu á EM í Ungverjalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í spilaranum hér að ofan má sjá gamalt viðtal við Seltirninginn Viggó Kristjánsson, landsliðsmann í handbolta, sem tekið var eftir hans síðasta fótboltaleik á ferlinum 2014.

Viggó var tvítugur og tók þá ákvörðun að einbeita sér að handboltanum. Hann er núna atvinnumaður með Stuttgart í Þýskalandi og er í eldlínunni með íslenska handboltalandsliðinu sem hefur verið að gera frábæra hluti á EM þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Viggó skoraði tvö mörk fyrir uppeldisfélag sitt Gróttu gegn Aftureldingu í 2. deildinni í fótbolta í 4-1 sigri þann 13. september. Það reyndist hans síðasti fótboltaleikur.

„Ég tók ákvörðun að byrja aftur í handboltanum og fyrsti leikur þar er eftir viku. Ég get loksins farið að sleppa einhverjum fótboltaleikjum," sagði Viggó sem hjálpaði Gróttu að komast upp um deild þetta tímabil. Skoraði ellefu mörk í tuttugu leikjum.

Þess má geta að Gunnar Birgisson, sem er einn af lýsendum RÚV frá leikjum Evrópumótsins, tók viðtalið fyrir Fótbolta.net 2014.

Viggó, sem er í dag 28 ára, var á sínum tíma mikið efni bæði í fótbolta og handbolta. Hann byrjaði ungur að spila fyrir meistaraflokk Gróttu og lék átta leiki fyrir yngri landslið Íslands í fótbolta. Um tíma hætti hann í handboltanum og lék eitt tímabil í efstu deild í fótboltanum. 2013 lék hann tólf leiki fyrir Breiðablik í Pepsi deildinni.

Viggó verður í eldlínunni með handboltalandsliðinu sem mætir Svartfjallalandi klukkan 14:30 en íslenska liðið vonast til að komast í undanúrslit Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner