Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mið 26. janúar 2022 12:10
Elvar Geir Magnússon
Viggó skoraði tvö í síðasta fótboltaleik sínum 2014: Ákvað að byrja aftur í handboltanum
Icelandair
Viggó með landsliðinu á EM í Ungverjalandi.
Viggó með landsliðinu á EM í Ungverjalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í spilaranum hér að ofan má sjá gamalt viðtal við Seltirninginn Viggó Kristjánsson, landsliðsmann í handbolta, sem tekið var eftir hans síðasta fótboltaleik á ferlinum 2014.

Viggó var tvítugur og tók þá ákvörðun að einbeita sér að handboltanum. Hann er núna atvinnumaður með Stuttgart í Þýskalandi og er í eldlínunni með íslenska handboltalandsliðinu sem hefur verið að gera frábæra hluti á EM þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Viggó skoraði tvö mörk fyrir uppeldisfélag sitt Gróttu gegn Aftureldingu í 2. deildinni í fótbolta í 4-1 sigri þann 13. september. Það reyndist hans síðasti fótboltaleikur.

„Ég tók ákvörðun að byrja aftur í handboltanum og fyrsti leikur þar er eftir viku. Ég get loksins farið að sleppa einhverjum fótboltaleikjum," sagði Viggó sem hjálpaði Gróttu að komast upp um deild þetta tímabil. Skoraði ellefu mörk í tuttugu leikjum.

Þess má geta að Gunnar Birgisson, sem er einn af lýsendum RÚV frá leikjum Evrópumótsins, tók viðtalið fyrir Fótbolta.net 2014.

Viggó, sem er í dag 28 ára, var á sínum tíma mikið efni bæði í fótbolta og handbolta. Hann byrjaði ungur að spila fyrir meistaraflokk Gróttu og lék átta leiki fyrir yngri landslið Íslands í fótbolta. Um tíma hætti hann í handboltanum og lék eitt tímabil í efstu deild í fótboltanum. 2013 lék hann tólf leiki fyrir Breiðablik í Pepsi deildinni.

Viggó verður í eldlínunni með handboltalandsliðinu sem mætir Svartfjallalandi klukkan 14:30 en íslenska liðið vonast til að komast í undanúrslit Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner
banner