Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 26. febrúar 2021 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kórdrengir fá Róbert Vattnes að láni (Staðfest)
Mynd: Haukur Gunnarsson
Kórdrengir hafa fengið Róbert Vattnes Mbah Nto að láni frá Leikni Reykjavík fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Róbert þarf ekki að fara langt því Kórdrengir eru með aðstöðu á Domusnova vellinum, heimavelli Leiknis.

Hann kom við sögu í tveimur deildarleikjum og tveimur bikarleikjum með Leikni í fyrra og lék tvo leiki fyrir félagið í Reykjavíkurmótinu nú í janúar.

Róbert er nítján ára bakvörður og er á bekknum hjá Kórdrengjum gegn Víkingi R. í Lengjubikarnum. Leikurinn hófst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner