PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   lau 26. febrúar 2022 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Blikar enduðu níu en unnu samt
Höskuldur innsiglaði sigur Blika af vítapunktinum.
Höskuldur innsiglaði sigur Blika af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sýndi mikinn karakter er þeir mættu ÍA í A-deild Lengjubikars karla í kvöld.

Kristinn Steindórsson kom snemma í forystu, en Guðmundur Tyrfingsson var ekki lengi að jafna metin fyrir Skagamenn. Eftir rúmlega hálftíma leik fékk svo Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, að líta rauða spjaldið er hann togaði andstæðing niður.

Breiðablik var einum færri í um klukktíma, en tókst samt að knýja fram sigur. Benedikt Warén skoraði á 85. mínútu og Höskuldur Gunnlaugsson gerði mark úr vítaspyrnu áður en flautað var af. Lokatölur 3-1 fyrir Blika, sem enduðu níu eftir að Benedikt, markaskorari liðsins, fékk sitt annað gula spjald í uppbótartímanum.

Þetta var fyrsti leikur Blika í Lengjubikarnum, en ÍA hafði unnið báða leiki sína í keppninni fyrir leikinn í dag.

Mögnuð endurkoma KV
Þá gerðu Þór og KV 3-3 jafntefli þar sem Þór komst í 3-0. KV sýndi gafst ekki upp og minnkaði muninn á besta tíma, rétt fyrir leikhlé.

Gestirnir úr Vesturbæ skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleiknum og jöfnuðu metin. Gríðarlega vel gert hjá KV að koma til baka og þeir eru núna með fjögur stig eftir þrjá leiki. Þór er með tvö stig.

Þessi fjögur lið eru öll í sama riðlinum, í riðli 2.

Þór 3 - 3 KV
1-0 Harley Willard ('21)
2-0 Kristófer Kristjánsson ('35)
3-0 Bjarmi Fannar Óskarsson ('43)
3-1 Markaskorara vantar ('45)
3-2 Markaskorara vantar ('55)
3-3 Markaskorara vantar ('77)
Af Úrslit.net.

Breiðablik 3 - 1 ÍA
1-0 Kristinn Steindórsson ('5)
1-1 Guðmundur Tyrfingsson ('17)
2-1 Benedikt V. Warén ('85)
3-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('90, víti)
Rautt spjald: Elfar Freyr Helgason, Breiðablik ('32), Benedikt V. Warén, Breiðablik ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner