Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Keflavík skoraði fjögur gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 4 Keflavík
0-1 Stefan Alexander Ljubicic ('35 , Mark úr víti)
0-2 Stefan Alexander Ljubicic ('40 )
0-3 Sami Kamel ('59 )
1-3 Markaskorara vantar ('71)
1-4 Óliver Andri Einarsson ('90 )

FH tók á móti Keflavík í efstu deild Lengjubikars karla í dag og leiddu Keflvíkingar með tveimur mörkum í leikhlé, eftir að Stefan Alexander Ljubicic skoraði tvennu.

Stefan skoraði fyrst úr vítaspyrnu á 35. mínútu og tvöfaldaði forystuna skömmu síðar.

Sami Kamel bætti þriðja markinu við í síðari hálfleik, áður en FH tókst að minnka muninn aftur niður í tvö mörk.

Það var undir lokin sem Óliver Andri Einarsson innsiglaði stórsigur Keflvíkinga með fjórða og síðasta marki gestanna í 1-4 sigri.

Keflavík hefur farið vel af stað í Lengjubikarnum og er með sjö stig eftir þrjár umferðir.

FH er með sex stig eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner