Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mán 26. febrúar 2024 11:01
Hafliði Breiðfjörð
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Icelandair
Sædís á æfingu Íslands á Kópavogsvelli í gær.
Sædís á æfingu Íslands á Kópavogsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þær eru með mjög fínt lið og þurfum að eiga okkar besta leik til að ná í úrslita," sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir varnarmaður Íslands við Fótbolta.net í gær en framundan er seinni leikurinn við Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild þjóðadeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram á föstudaginn í Serbíu og þá lauk með 1 - 1 jafntefli.

„Þetta eru tveir leikir sem við þurfum að klára og fyrri leikurinn er búinn. Við erum staðráðnar í því að eiga góðan dag," hélt Sædís áfram en hvað þarf að gera öðruvísi núna til að vinna Serbana?

„Við þurfum að vera aðeins rólegri á boltanum og þora að halda í hann. Þetta var mikið basl í síðasta leik við eigum nóg inni. Við getum unnið öll lið á okkar degi og þetta er klárlega eitt af þeim. En við þurfum að hafa fyrir því."

Nánar er rætt við Sædísi í spilaranum að ofan en hún spilaði undanfarin ár með Stjörnunni en á nú skyndilega heimaleik á velli erkiféndanna í Breiðabliki þar sem ekki er hægt að spila á Laugardalsvelli.

„Það er mjög skrítið en bara skemmtilegt. Þetta er góður völlur svo ég get ekki beðið eftir þessum leik. Þetta var ekki besti völlur sem ég hef spilað á í Serbíu en gervigrasið hér er fínt. "
Athugasemdir
banner
banner
banner