Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mán 26. febrúar 2024 11:01
Hafliði Breiðfjörð
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Icelandair
Sædís á æfingu Íslands á Kópavogsvelli í gær.
Sædís á æfingu Íslands á Kópavogsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þær eru með mjög fínt lið og þurfum að eiga okkar besta leik til að ná í úrslita," sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir varnarmaður Íslands við Fótbolta.net í gær en framundan er seinni leikurinn við Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild þjóðadeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram á föstudaginn í Serbíu og þá lauk með 1 - 1 jafntefli.

„Þetta eru tveir leikir sem við þurfum að klára og fyrri leikurinn er búinn. Við erum staðráðnar í því að eiga góðan dag," hélt Sædís áfram en hvað þarf að gera öðruvísi núna til að vinna Serbana?

„Við þurfum að vera aðeins rólegri á boltanum og þora að halda í hann. Þetta var mikið basl í síðasta leik við eigum nóg inni. Við getum unnið öll lið á okkar degi og þetta er klárlega eitt af þeim. En við þurfum að hafa fyrir því."

Nánar er rætt við Sædísi í spilaranum að ofan en hún spilaði undanfarin ár með Stjörnunni en á nú skyndilega heimaleik á velli erkiféndanna í Breiðabliki þar sem ekki er hægt að spila á Laugardalsvelli.

„Það er mjög skrítið en bara skemmtilegt. Þetta er góður völlur svo ég get ekki beðið eftir þessum leik. Þetta var ekki besti völlur sem ég hef spilað á í Serbíu en gervigrasið hér er fínt. "
Athugasemdir
banner