Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Hilmar Elís í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fjölnir
Miðvörðurinn Hilmar Elís Hilmarsson er mættur í Fjölni frá ÍA en hann kemur á láni út tímabilið.

Hilmar er fæddur árið 2003 og spilaði 15 leiki með ÍA í Bestu deildinni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.

Hann hefur einnig spilað með Kára og Skallagrím en alls á hann 73 leiki og 7 mörk í öllum keppnum.

Þessi efnilegi leikmaður hefur ákveðið að færa sig um set en hann er nú mættur í Lengjudeildarlið Fjölnis og gerir lánssamning út þetta tímabil.

Hilmar hefur tekið þátt í öllum leikjum ÍA í Lengjubikarnum á undirbúningstímabilinu, en hann ætti að vera löglegur þegar Fjölnismenn mæta Skagamönnum í keppninni í kvöld.

Athugasemdir
banner
banner