Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. mars 2020 08:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd fremst í kapphlaupinu um Sancho
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Aubameyang á óskalista Real Madrid.
Aubameyang á óskalista Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Það er þykkur og flottur slúðurpakki í dag. BBC rýndi í ensku götublöðin og tók saman allar helstu sögusagnirnar sem eru í gangi.

Andrea Radrizzani, eigandi Leeds United, hefur opinberað að hann reyndi að kaupa Edinson Cavani (33) sóknarmann PSG og sænska sóknarmanninn Zlatan Ibrahimovic (38) sem er núna hjá AC Milan í janúarglugganum. (Mail)

Manchester United er að vinna kapphlaupið um enska sóknarleikmanninn Jadon Sancho (20) hjá Borussia Dortmund þegar glugginn opnar í sumar. 120 milljóna punda verðmiði þýska félagsins hefur fælt önnur félög frá. (Independent)

Real Madrid vonast til að geta fengið Pierre-Emerick Aubameyang (30) með því að bjóða Arsenal pening og leikmann fyrir sóknarmanninn skæða. (Star)

Manchester United er tilbúið að leyfa varnarmanninum Chris Smalling (30) að fara alfarið til Roma ef félagið getur fengið senegalska varnarmanninn Kalidou Koulibaly (28) frá Napoli. (La Gazzetta dello Sport)

Arsenal hefur gert tilboð í Smalling en Manchester United vill fá 25 milljónir punda fyrir miðvörðinn. (Metro)

Jan Vertonghen (32), varnarmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, viðurkennir að hann sé ekki viss um hvort hann vilji skrifa undir nýjan samning og vera áfram með Spurs. (Mirror)

Bjartsýni ríkir hjá Arsenal um að félagið nái að framlengja lánssamningi Dani Ceballos (23) frá Real Madrid ef tímabilið verður lengur en til 30. júní. (Standard)

Leicester City hefur verið orðað við belgíska varnarmanninn Timothy Castagne (24) hjá Atalanta. (Sport Foot)

Derby County hefur verið orðað við Ferdi Kadioglu (20), framherja Fenerbahce, en hann hefur spilað fyrir U21 landslið Tyrklands. (Derby Telegraph)

Arsenal gæti verið á góðri leið með að fá franska varnarmanninn Dayot Upamecano (21) frá RB Leipzig en leikmaðurinn sjálfur vill færa sig um set í sumar. (Bild)

West Brom vill fá króatíska miðjumanninn Filip Krovinovic (24) alfarið í sumar en hann er hjá félaginu á láni frá Benfica. (Express and Star)

Sumarglugginn gæti verið opinn fram í janúar þar sem kórónaveiran hefur truflað tímabilið. (Express)

Emmanuel Adebayor (36), fyrrum sóknarmaður Arsenal og Tottenham, er fastur í Benín vegna heimsfaraldursins. Hann yfirgaf Paragvæ, þar sem hann spilar fyrir Olimpia, og ætlaði að halda til fjölskyldu sinnar í Tógó. Millilending í Benín gerði það að verkum að hann verður að vera í sóttkví þar í 15 daga. (TalkSport)

Deildir Evrópu halda enn í vonina um að hægt verði að klára tímabilið fyrir 30. júní. (Sky Sports)

Chelsea ætlar að bíða með samningaviðræður við leikmenn vegna heimsfaraldursins. Willian, Olivier Giroud, Pedro og Willy Caballero eru að renna út á samningum. (Telegraph)

Átta ensk úrvalsdeildarfélög hafa tekið sig saman og reyna að koma í veg fyrir að Manchester City fái að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. (Times)
Athugasemdir
banner