Aidy Boothroyd, fyrrum stjóri Watford, hefur opinberað það að hann hafi greinst með Parkinson sjúkdóminn fyrir þremur árum.
Parkinson er taugasjúkdómur sem versnar með tímanum og hefur áhrif á heila og taugakerfi.
Parkinson er taugasjúkdómur sem versnar með tímanum og hefur áhrif á heila og taugakerfi.
Boothroyd er 54 ára og starfaði við þjálfun yngri landsliða Englands.
„Greiningin var mér mikið áfall. Það hefur tekið tíma fyrir mig að greina frá þessu og mér hefur fundist erfitt með að opna mig fyrir fólki," segir Boothroyd.
„Ástríða mín fyrir þjálfun er enn til staðar og ég er að einbeita mér að því að halda mér líkamlega í standi sem er lykill að því að hægja á Parkinson. Ég er tilbúinn að takast á við næsta kafla í lífinu."
Athugasemdir