Keníumaðurinn Victor Wanyama er genginn til liðs við skoska félagið Dunfermline Athletic á frjálsri sölu en hann gerir samningur út tímabilið.
Wanyama, sem er 33 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður, á ágætis ferilskrá.
Hann lék með Celtic í Skotlandi áður en hann fór til Englands þar sem hann lék með bæði Southampton og Tottenham í úrvalsdeildinni.
Eftir dvöl hans hjá Tottenham hélt hann til Montreal í MLS-deildinni og spilaði í fjögur ár áður en samningur hans við félagið rann út.
Wanyama er nú kominn aftur til Bretlandseyja og samið um að leika með Dunfermline Athletic út tímabilið en þar hittir hann Neil Lennon, sem þjálfaði hann hjá Celtic, en hann tók liðinu fyrir tæpri viku.
Dunfermline er í næst neðsta sæti skosku B-deildarinnar með 27 stig eftir 29 umferðir.
Victor is a Par???? pic.twitter.com/nIrsrQnSXb
— Dunfermline Athletic (@officialdafc) March 26, 2025
Athugasemdir