Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Þetta getur breyst á augabragði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eddie Howe þjálfari Newcastle var kátur eftir þægilegan 3-0 sigur gegn tíu leikmönnum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í dag, sem felldi Ipswich stærðfræðilega niður um deild.

Það var aðeins eitt lið á vellinum og hefði sigur heimamanna getað verið stærri, en þeir eru í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Alexandfer Isak skoraði fyrsta markið en varnarmaðurinn Dan Burn og sóknarmaðurinn efnilegi William Osula innsigluðu sigurinn.

„Okkur vantaði kannski smá orku en ég er ánægður með frammistöðuna og hvernig við höndluðum leikinn. Stuðningsmenn hafa verið stórkostlegir allt tímabilið og voru það aftur í dag," sagði Howe eftir lokaflautið.

„Ipswich byrjaði leikinn vel en það hjálpaði okkur þegar þeir misstu mann af velli. Ég er mjög ánægður að hafa fengið mörk frá mismunandi leikmönnum, það var sérstaklega ánægjulegt að sjá Will (Osula) skora með skalla. Hann er gríðarlega efnilegur leikmaður og vonandi gefur þetta honum aukið sjálfstraust."

Newcastle er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil þar sem fimm sterk lið eru að keppast um þrjú síðustu sæti enskra liða í keppninni.

„Þetta er gríðarlega spennandi barátta og núna eigum við fjóra risastóra rleiki framundan. Tilfinningin er að þetta séu allt bikarúrslitaleikir. Við erum í góðri stöðu sem stendur en við vitum mjög vel að það getur breyst á augabragði."
Athugasemdir
banner