Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Rusk: Gæðamunurinn getur verið augljós
Tyler Dibling er verðmætasti leikmaður Southampton í dag. Hann er talinn verðmætari en Taylor Harwood-Bellis.
Tyler Dibling er verðmætasti leikmaður Southampton í dag. Hann er talinn verðmætari en Taylor Harwood-Bellis.
Mynd: EPA
Simon Rusk bráðabirgðaþjálfari Southampton tjáði sig eftir tap á heimavelli gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Southampton er botnlið deildarinnar og löngu fallið aftur niður í Championship. Þeir tóku forystuna á heimavelli í dag en töpuðu að lokum 1-2 eftir endurkomu gestanna í seinni hálfleik.

„Fótbolti er grimmur leikur. Í síðustu viku skoruðum við undir lokin og í þessari viku fáum við mark á okkur undir lokin. Þetta er auðvitað mjög erfitt að melta en við þurfum að gera það og halda áfram á okkar vegferð," sagði Rusk.

„Mér líður eins og leikmenn eigi enn mikið inni og hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit á tímabilinu. Við erum mjög vonsviknir en ég er ánægður með baráttuna í strákunum. Það skiptir miklu máli að sýna persónuleika. Það að leikmenn séu að berjast þó við séum fallnir er mjög jákvætt og stuðningsmenn geta séð það. Markmiðið okkar er að safna eins mörgum stigum og mögulegt er fyrir lok tímabilsins.

„Strákarnir eru að leggja allt í sölurnar en það er margt sem við þurfum að bæta við okkar leik. Metnaðurinn er í það minnsta til staðar, við erum bara alltaf að spila við virkilega gæðamikla andstæðinga. Gæðamunurinn getur verið augljós."

Athugasemdir
banner