„Ég er auðvitað bara sáttur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-2 sigur gegn Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 6 - 2 Valur
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í sumar og er á gífurlega mikilli siglingu.
„Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá ungan strák eins og Anton Loga koma inn á í hálfleik og stjórna miðjunni... Galdur kemur inn á, hann er ungur og áræðinn, skorar mark og veldur miklum usla."
„Ég er virkilega stoltur af liðinu."
Staðan var 2-2 í hálfleik; hvað var eiginlega rætt um í leikhléinu? „Við vorum að gera mistök sem við höfum verið lausir við í sumar og seinni part síðasta sumars, þar sem við erum ekki að gefa mönnum boltann á hættulegum stöðum. Við töluðum um að velja betur, taka betri ákvarðanir með boltann. Þetta hljómar eins og almenn skynsemi, en við vildum skerpa á því og skerpa á ákveðnum möguleikum sem okkur fannst við hafa."
Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir