Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
banner
   fim 26. maí 2022 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Mistök sem við höfum verið lausir við í sumar
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað bara sáttur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-2 sigur gegn Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í sumar og er á gífurlega mikilli siglingu.

„Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá ungan strák eins og Anton Loga koma inn á í hálfleik og stjórna miðjunni... Galdur kemur inn á, hann er ungur og áræðinn, skorar mark og veldur miklum usla."

„Ég er virkilega stoltur af liðinu."

Staðan var 2-2 í hálfleik; hvað var eiginlega rætt um í leikhléinu? „Við vorum að gera mistök sem við höfum verið lausir við í sumar og seinni part síðasta sumars, þar sem við erum ekki að gefa mönnum boltann á hættulegum stöðum. Við töluðum um að velja betur, taka betri ákvarðanir með boltann. Þetta hljómar eins og almenn skynsemi, en við vildum skerpa á því og skerpa á ákveðnum möguleikum sem okkur fannst við hafa."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner