Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 26. maí 2022 00:29
Brynjar Ingi Erluson
„Tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík"
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var vonsvikinn eftir 4-1 tapið gegn Njarðvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkingar mættu af miklum krafti inn í leikinn og komust yfir snemma leiks áður en Magnús Þórir Matthíasson bætti við öðru.

Keflvíkingar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en svo komust Njarðvíkingar í 3-1 með stórfurðulegu marki eftir dómarakast.

Oumar Diouck rak svo síðasta naglann í kistu Keflvíkinga og uppskar liðið sigur í nágrannaslag.

„Já, gríðarleg vonbrigði. Það var mjög margt sem fór úrskeiðis í leiknum. Fáum á okkur mark strax í byrjun og virkuðum ekki alveg tilbúnir í baráttuna sem Njarðvík sýndi og þeir fengu blóð á tennurnar og aukið sjálfstraust við það."

„Við gefum þeim ótrúlega ódýr mörk. Eitt markið kom að leikmaðurinn okkar flýgur á hausinn í dómarakasti á miðjum vellinum og þeir bruna upp og skora. Ég hef ekki séð svona mark."

„Við eigum skalla í stöng, bjarga á línu og markvörðurinn þeirra átti góðan dag. Varnarleikurinn var fínn hjá Njarðvík og baráttan góð og við náðum ekki að brjóta þá niður því miður. Það breytir ekki bikarnum hvort þú tapar 2-1, 3-1 eða 4-1. Við vorum að reyna fannst mér en það vantaði meiri gæði og vantaði slatta af leikmönnum hjá okkur í dag sem eru í meiðslum því miður og hefði verið gott að hafa en það á ekki að vera afsökun. Við eigum að gera betur og ég tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík, svo það sé á hreinu. Það eru mikil vonbrigði,"
sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net.

Hann segir að það hafi verið erfitt að brjóta liðið niður og að liðið þurfi að læra af þessum leik.

„Það er erfitt að brjóta lið niður sem er fyrst og fremst að hugsa um varnarleikinn og eru með ellefu menn á bakvið boltann. Þeir voru þéttir og eru góðir í því. Hafa spilað vel í ár og eru með hörkulið en samt eigum við að vera betur þeir en við vorum það ekki í dag. Við þurfum að læra af því og gera betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir