Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 26. maí 2022 00:29
Brynjar Ingi Erluson
„Tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík"
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var vonsvikinn eftir 4-1 tapið gegn Njarðvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkingar mættu af miklum krafti inn í leikinn og komust yfir snemma leiks áður en Magnús Þórir Matthíasson bætti við öðru.

Keflvíkingar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en svo komust Njarðvíkingar í 3-1 með stórfurðulegu marki eftir dómarakast.

Oumar Diouck rak svo síðasta naglann í kistu Keflvíkinga og uppskar liðið sigur í nágrannaslag.

„Já, gríðarleg vonbrigði. Það var mjög margt sem fór úrskeiðis í leiknum. Fáum á okkur mark strax í byrjun og virkuðum ekki alveg tilbúnir í baráttuna sem Njarðvík sýndi og þeir fengu blóð á tennurnar og aukið sjálfstraust við það."

„Við gefum þeim ótrúlega ódýr mörk. Eitt markið kom að leikmaðurinn okkar flýgur á hausinn í dómarakasti á miðjum vellinum og þeir bruna upp og skora. Ég hef ekki séð svona mark."

„Við eigum skalla í stöng, bjarga á línu og markvörðurinn þeirra átti góðan dag. Varnarleikurinn var fínn hjá Njarðvík og baráttan góð og við náðum ekki að brjóta þá niður því miður. Það breytir ekki bikarnum hvort þú tapar 2-1, 3-1 eða 4-1. Við vorum að reyna fannst mér en það vantaði meiri gæði og vantaði slatta af leikmönnum hjá okkur í dag sem eru í meiðslum því miður og hefði verið gott að hafa en það á ekki að vera afsökun. Við eigum að gera betur og ég tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík, svo það sé á hreinu. Það eru mikil vonbrigði,"
sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net.

Hann segir að það hafi verið erfitt að brjóta liðið niður og að liðið þurfi að læra af þessum leik.

„Það er erfitt að brjóta lið niður sem er fyrst og fremst að hugsa um varnarleikinn og eru með ellefu menn á bakvið boltann. Þeir voru þéttir og eru góðir í því. Hafa spilað vel í ár og eru með hörkulið en samt eigum við að vera betur þeir en við vorum það ekki í dag. Við þurfum að læra af því og gera betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner