Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 26. maí 2022 00:29
Brynjar Ingi Erluson
„Tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík"
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Keflavík tapaði óvænt fyrir NJarðvík í nágrannaslag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var vonsvikinn eftir 4-1 tapið gegn Njarðvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkingar mættu af miklum krafti inn í leikinn og komust yfir snemma leiks áður en Magnús Þórir Matthíasson bætti við öðru.

Keflvíkingar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en svo komust Njarðvíkingar í 3-1 með stórfurðulegu marki eftir dómarakast.

Oumar Diouck rak svo síðasta naglann í kistu Keflvíkinga og uppskar liðið sigur í nágrannaslag.

„Já, gríðarleg vonbrigði. Það var mjög margt sem fór úrskeiðis í leiknum. Fáum á okkur mark strax í byrjun og virkuðum ekki alveg tilbúnir í baráttuna sem Njarðvík sýndi og þeir fengu blóð á tennurnar og aukið sjálfstraust við það."

„Við gefum þeim ótrúlega ódýr mörk. Eitt markið kom að leikmaðurinn okkar flýgur á hausinn í dómarakasti á miðjum vellinum og þeir bruna upp og skora. Ég hef ekki séð svona mark."

„Við eigum skalla í stöng, bjarga á línu og markvörðurinn þeirra átti góðan dag. Varnarleikurinn var fínn hjá Njarðvík og baráttan góð og við náðum ekki að brjóta þá niður því miður. Það breytir ekki bikarnum hvort þú tapar 2-1, 3-1 eða 4-1. Við vorum að reyna fannst mér en það vantaði meiri gæði og vantaði slatta af leikmönnum hjá okkur í dag sem eru í meiðslum því miður og hefði verið gott að hafa en það á ekki að vera afsökun. Við eigum að gera betur og ég tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík, svo það sé á hreinu. Það eru mikil vonbrigði,"
sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net.

Hann segir að það hafi verið erfitt að brjóta liðið niður og að liðið þurfi að læra af þessum leik.

„Það er erfitt að brjóta lið niður sem er fyrst og fremst að hugsa um varnarleikinn og eru með ellefu menn á bakvið boltann. Þeir voru þéttir og eru góðir í því. Hafa spilað vel í ár og eru með hörkulið en samt eigum við að vera betur þeir en við vorum það ekki í dag. Við þurfum að læra af því og gera betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner