Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   sun 26. maí 2024 18:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick verður kynntur í næstu viku
Mynd: Getty Images

Barcelona mun kynna nýjan stjóra í næstu viku en Hansi Flick mun taka við af Xavi sem var rekinn eftir tímabilið.

Flick mun gera tveggja ára samning við spænska liðið.


Þessi 59 ára gamli Þjóðverji var síðast landsliðsþjálfari Þýskalands en var rekinn í fyrra eftir 4-1 tap gegn Japan í æfingaleik. Hann stýrði þá Bayern frá 2019-2021.

Hann vann þýsku deildina tvisvar, bikarinn einu sinni og Meistaradeildina einu sinni en hann vann þrennuna árið 2020.


Athugasemdir
banner
banner
banner