Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   sun 26. maí 2024 22:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Næsti stjóri verður að átta sig á því að staðan er mjög erfið"
Mynd: EPA

Xavi stýrði Barcelona í síðasta sinn í kvöld þegar liðið lagði Sevilla af velli.


Hann var látinn taka pokann sinn á dögunum en framtíð hans hefur verið í mikilli óvissu. Fyrr á tímabilinu hafði hann sjálfur ákveðið að hætta en síðar var staðfest að hann yrði áfram eftir að hann fundaði með Joan Laporte forseta félagsins.

Það var síðan nú á dögunum sem það var tilkynnt að hann hafi verið rekinn.

Þjóðverjinn Hansi Flick verður kynntur sem nýr stjóri liðsins á næstu dögum. Barcelona hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum undanfarin ár en Xavi gerir Flick grein fyrir því að hann sé að taka við erfiðu búi.

„Hann verður að átta sig á því að staðan er mjög erfið, það er erfitt að vera hjá Barcelona en staðan er enn erfiðari núna. Hann verður að leggja hart að sér því þetta er ekki auðvelt," sagði Xavi.


Athugasemdir
banner
banner
banner